Bráðamóttakan

lunguFyrir nokkrum dögum þurfti ég að gera mér ferð upp á bráðamóttöku landspítalans í fossvogi það sem ég var farinn að hafa talsverðar áhyggjur af því að ég væri komin með lungnabólgu. Þar var vel tekið á móti mér en ég þurfti svo að bíða talsvert lengi eftir að fara í smá forskoðun hjá hjúkrunarfræðingi.

Hann tók hjá mér blóðþrýstinginn og hjartsláttinn ásamt því að mæla hitann. Það var ekkert óeðlilegt en til öryggis átti læknir að kíkja á mig líka.

Ég þurft að bíða mjög lengi þar til kallað var á mig aftur. Þá var annar hjúkrunarfræðingur en hún tók hjá mér blóðprufur.

Nokkru síðar læknir til mín og fundið var herbergi ég gæti farið úr að ofan og hann hlustað á lungun. Þetta tók örskamma stund en svo þurfti ég að bíða eftir næsta áfanga.

Næsti áfangi röntgen af lungunum. Ég beið góða stund þar til að náð var í mig og mér fylgt upp á röntgendeild. Þar var tekin mynd af lungunum á mér og tók það mjög lítinn tíma.

Næst ferðinni heitið aftur niður á bráðamóttöku þar sem ég beið eftir niðurstöðum frá lækninum í dágóða stund.

Niðurstaðan var sú að ég væri með mjög slæmt tilfelli af berkjabólgum en líklega ekki lungnabólgu. Ég fékk lyfseðil fyrir sýklalyfjum og úðabrúsa eins og fólk með astma notar.

Þetta tók allt ríflega þrjár klukkustundir en hefði sennilega ekki tekið nema hálftíma til klukkutíma ef ekki væri brjálað að gera hjá starfsfólkinu. Hvað kostar það þjóðfélagið mikið að fólk þurfi að leggja heilann dag í heimsókn á bráðamóttöku sem ætti annars ekki að taka svo langan tíma? Er það það sem við viljum? Viljum við að almenningur veigri sér við að leita sér læknishjálpar vegna þess að það nennir ekki eyða heilum degi á bráðamóttökunni?

Í heildina kostaði þetta mig svo um 10 þúsund krónur. Það er nú dálítið mikið af mínum ráðstöfunartekjum og ég hugsa að ég muni nú hika við að fara í svona ævintýri aftur. Er það það sem við viljum? viljum við að fatlað fólk veigri sér við því að leita sér læknishjálpar vegna fjárhags?

Það má svo nefna að allstaðar var mis-slasað fólk bíðandi og fólk sofandi í rúmum fram á gangi. Þar var líka biluð lyfta og ómálaðar spónaplötur á veggjum. Manni leið pínu eins og maður væri kominn eitthvert annað en til Íslands.

www.endureisn.is

Fylgið kjarasamningjum

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Nýverið gaf verkefnastjórn velferðarráðuneytisins um NPA út tilmæli til sveitarfélaga um að fylgja ætti kjarasamningum við gerð NPA samninga og að hætt yrði að gefa út viðmið vegna kostnaðar á hverja tímaeiningu.

„Verkefnisstjórn um NPA samþykkir að hætta að birta viðmið vegna kostnaðar við hverja tímaeiningu við notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Jafnframt vill verkefnisstjórn NPA árétta mikilvægi þess að í samningsgerð við umsýsluaðila og/eða notendur NPA sé ávallt fylgt ákvæðum þeirra kjarasamninga sem í gildi eru á hverjum tíma."

„Jafnaðarstundin" barn síns tima

Viðmið vegna kostnaðar á hverja tímaeiningu eða „Jafnaðarstundin" var í upphafi ætluð sem eitthvað einfalt viðmið svo hægt væri að áætla hvað hver NPA vinnustund gæti husanlega kostað. Útreikningar á baki hennar voru frekar einfaldir og óraunhæfir, enda bara viðmið, svona til að byrja einhversstaðar. Engir kjarasamningar voru til sem pössuðu nægjanlega vel og ekki mikil reynsla heldur.

Í dag búum við hinsvegar við þann raunveruleika að til er NPA sérkjarasamningur og á hann er komin talsverð reynsla (yfir þrú ár). Í dag er enginn vafi á því hvað NPA kostar.

Það er því furðulegt að sveitarfélögin hafi í meira og meira mæli tekið viðmiðið sem eitthvað algert hámark. Sum sveitarfélög halda sig jafnvel enn við upprunalegu upphæðina sem er orðin margra ára gamalt viðmið.

Sveitarfélög úthluta í dag notendum vissan fjölda klukkustunda sem þau hafa metið sem þjónustuþörf en greiða svo upphæð sem stenst engan vegin raunveruleikann. Í flestum ef ekki öllum NPA samningum er svo notendum gert skýrt grein fyrir því að þeir verði að greiða aðstoðarfólki samkvæmt kjarasamningum.

Staðan í dag er sú að notendur geta einungis fengið hluta af þeirri aðstoð sem þeir þurfa. Dæmi eru um að fólk sem þarf mjög mikla aðstoð, þurfi að skera niður um 1-2 af hverjum 7 úthlutuðum tímum. Það þýðir að fólk er að skera niður 1-2 daga af hverri 7 daga viku. Fatlað fólk með mikla þjónustuþörf getur þetta ekki lengi áður en eitthvað alvarlegt kemur upp á og hefur sjálfsagt gerst nú þegar.

Nú er komið að endurnýjun flestra ef ekki allra NPA samninga og í nýjum samningum verður að hafa kjarasamninga aðstoðarfólks í huga við mat á upphæðum.

Rúnar Björn Herrera
Formaður NPA miðstöðvarinnar

Að telja með fingrunum

Það er ótrúlega sterkur ávani hjá mér að telja með fingrunum þrátt fyrir að ég sé lamaður í höndunum og geta það ekki þar sem ég næ ekki að hreyfa fingurna.

Ég næ samt að telja í huganum með höndunum en með smá takmörkum. Ég geri það þannig að ég tel upp á tvo og ímynda mér að ég hreyfi þumal og svo vísifingur. Þegar ég kem svo að þremur þá get ég einhvernvegin ekki ímyndað mér að ég hreyfi aðra fingur, þeir eru eitthvað svo óljósir í huganum að þeir falla allir saman. Ég þarf því að byrja á næstu hendi og get því ekki talið hærra en fjóra í senn. Ef ég ætla að telja hærra þá þarf ég að byrja aftur með fyrri hendinni og fara hringinn aftur. Svo þarf ég bara að muna hversu marga hringi ég fer.

Frítt í strætó?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 938811. nóvember 2015 var fjallað um það í viðskiptablaðinu að farþegagjöld hjá Strætó stæðu einungis undir 1/3 af rekstrarkostnaði fyrirtækisins, afgangurinn er svo greiddur af ríki og sveitafélögum. Þetta þýðir að þrátt fyrir gjaldtöku í strætó sem er það há að margt fólk metur það sem svo að það borgi sig frekar að eiga ódýran bíl, þá er sammt langt í að fargjöldin standi undir rekstrinum.

Í frétt á Akureyri.is frá 8.mars 2007 er fjallað um fjölgun farþega á bilinu 60-80% eftir að hætt var gjaldtöku í strætó á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu var svo fyrir nokkrum árum boðið upp á frítt í strætó fyrir skólafólk og var þá fjölgun þessa hóps um 30%.

Það er mér því ljóst að ef gjaldtöku yrði hætt í strætó myndi notkun kerfisins klárlega aukast og eru nýleg dæmi um aukningu notkunar á bilinu 30-80% líklega eitthvað sem mætti eiga von á. Það er því spurning hvort það sé þess virði að standa í gjaldtöku sem stendur undir 30% rekstrarkostnaðar þegar að vísbendingar benda til þess að kerfið myndi nýtast mun betur og farþegafjölgun yrði alltaf meiri en það hlutfall við niðurfellingu á gjaldtöku.

Ég verð að viðurkenna að ég set þessar hugmyndir fram og hef haft þær lengi út af sjálfselskum sjónarmiðum, þau eru að ef notkun stræto eykst þá séu færri bílar á götunni að þvælast fyrir mér í umferðinni.

Lesa meira...

Hin ýmsu form þjónustu við fatlað fólk

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Ég er búinn að vera notandi ýmisskonar "velferðarþjónustu" í um 13 ár. Á þeim tíma er búið að gera ýmsar tilraunir á mér sem þjónustuþega og ég er búinn að prufa fjölmargar útgáfur af þjónustu.

Fyrst um sinn skiptu ríki og sveitarfélög með sér þjónustunni en hún var mjög ruglingsleg, slitrótt og óskilvirk í framkvæmd. Hluti þjónustunnar var síðar boðinn út og eftir því sem ég best veit þá var reynsla notenda ekki svo slæm af því en kostnaðurinn af þeirri þjónustu var talsvert hærri en hann hafði verið og þessum samning var slitið þegar þjónustan var loks samþætt. Á einum tímapunkti voru það félagsþjónustan, kvöld- og helgar-þjónustan, heimahjúkrun, svæðisskrifstofan og eitt einkafyrirtæki sem komu að því að þjónusta mig á hverjum degi. Á þessu tímabili voru tíðar breytingar sem oft voru kallaðar tilraunir við okkur notendur. Við notendur fengum sjaldan að vita af þessum tilraunum fyrr en þær voru komnar í framkvæmd eða ef eitthvað fréttist eftir óhefðbundnum leiðum eins og þegar einn íbúi í sömu þjónustu og ég tók eftir útboði í dagblaðinu. Þetta voru líka margar litlar breytingar sem sjálfsagt myndi fylla heila ritgerð ef ég myndi muna eftir þeim öllum.

Lesa meira...